Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhyggjur af Covid-sýktum Pólverjum á leið til landsins
Wizz Air flýgur milli Keflavíkur og Póllands.
Miðvikudagur 4. nóvember 2020 kl. 14:10

Áhyggjur af Covid-sýktum Pólverjum á leið til landsins

Á Suðurnesjum er stórt samfélag Pólverja og vaxandi áhyggjur af því að fjöldi Pólverja væri að koma til landsins sýktir af kórónuveirunni voru ræddar á fundi aðgerðarstjórnar almannavarna á Suðurnesjum í síðustu viku. Aðgerðastjórnina skipa fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum, frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og bæjarstjórarnir fjórir á Suðurnesjum.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, vakti máls á áhyggjum fólks af fjölda Pólverja sem væru að koma sýktir til landsins. Stórir hópar hafa komið fá Póllandi undanfarnar vikur þar sem margir einstaklingar hafa reynst vera sýktir af kórónuveirunni og með virk smit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ræddi á sama fundi að atvinnurekandi hefði haft samband við sig fyrr í sumar og hefði haft áhyggjur af Pólverjum og afstöðu þeirra til takmarkana sem gilda hér á landi.

Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum í þarsíðustu viku fór Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar yfir stöðuna í flugstöðinni. Sagði hann miklar áhyggjur af hópum Pólverja sem væru að koma úr orlofi eða fríi þaðan og tveir stórir hópar höfðu komið þaðan smitaðir þegar fundurinn fór framþann 19. október. Hluti hópsins ákvað að fara í sýnatöku. Hann sagði líka að það væru stórir hópar að koma frá Póllandi sem velja sóttkví í stað sýnatöku. Hann hefði áhyggjur af því og þetta eru einstaklingar sem búa út um allt land. Sigurgeir sagði á þeim fundi að hann ætlaði sér að ræða þetta betur við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni um hvernig eða hvort hægt sé að bregðast við. Jafnframt það að auka þurfi eftirlit með þeim einstaklingum sem hafa falið sóttkví og eru að koma frá Póllandi.

Á Covid.is eru allar reglur og skilaboðin sem eru í gildi hverju sinni á pólsku. Bent var á að búið er að vekja ítrekaða athygli á þessu við sóttvarnarlækni. Þá kom fram að allir þeir sem koma til landsins fái ítarlegar leiðbeiningar á pólsku og þar er m.a. vísað á covid.is.