Áhyggjur af brunum af völdum barna
Á hreppsnefndarfundi Vatnsleystrandarhrepps sem haldinn var í gærkvöldi samþykkti hreppsnefnd ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af brunum sem orðið hafa í sveitarfélaginu síðustu mánuði af völdum barna. Um helgina brann eyðibýlið Grænaborg í Vogum, en rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að börn urðu völd að brunanum. Í ályktun hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps segir: „Hreppsnefnd lýsir áhyggjum sínum yfir tíðum brunum í sveitarfélginu síðustu mánuði sem taldir hafa verið af völdum barna. Mikilvægt er að foreldrar upplýsi börn sín um að þau eigi ekki að hafa eldfæri í fórum sínum og þær hættur sem eru samfara því að fikta með eld.
Jafnframt beinir hreppsnefnd þeim tilmælum til eldvarnaeftirlits BS og lögreglu að þessir aðilar standi fyrir fræðslufundi fyrir nemendur Stóru-Vogaskóla um alvarleika málsins.“
Ljósmynd: VF-Kr.Ben.
Jafnframt beinir hreppsnefnd þeim tilmælum til eldvarnaeftirlits BS og lögreglu að þessir aðilar standi fyrir fræðslufundi fyrir nemendur Stóru-Vogaskóla um alvarleika málsins.“
Ljósmynd: VF-Kr.Ben.