Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhugi fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi hjá Grindvíkingum
Föstudagur 23. september 2011 kl. 08:29

Áhugi fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi hjá Grindvíkingum

Í gærmorgun var haldinn kynningarfundur í útibúi Landsbankans í Grindavík vegna atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Suðurnesjum helgina 30. september til 2. október. Nokkrir áhugasamir grindvískir frumkvöðlar mættu á fundinn. Mikill áhugi er fyrir þessari helgi á Suðurnesjum og afar mikilvægt að Grindvíkingar láti ekki sitt eftir liggja og skrái sig á atvinnu- og nýsköpunarhelgina en grindvísk fyrirtæki styrkja þessa helgi með myndarbrag. Grindvíkingar eru hvattir til þess að láta til sín taka þessa atvinnu- og nýsköpunarhelgi, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

FYRIR HVERJA ER VIÐBURÐURINN?

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er fyrir alla þá sem þyrstir í að skapa og framkvæma, hugmyndirnar geta verið allt frá því að opna hefðbundinn rekstur upp í ævintýralegar hugmyndir og allt þar á milli! Þátttakendur njóta leiðsagnar og ráðlegginga frá sérfróðum aðilum og fá tækifæri til að hlusta á reynda fyrirlesara miðla þekkingu sinni varðandi framgöngu hugmynda og stofnun fyrirtækja.

HVAÐ ÞARF TIL ÞESS AÐ TAKA ÞÁTT?

Þú þarft ekki að hafa viðskiptahugmynd til þess að taka þátt. Það eina sem þarf er opið hugarfar og vilji til þess að vinna hörðum höndum að framgöngu viðskiptahugmyndar, þinnar eigin eða annarra.

Þátttökugjald er ekkert en þátttakendur þurfa að skrá sig á www.anh.is þar sem er að finna allar nánari upplýsingar. Sjá nánarr á www.anh.is

VAXTARSAMNINGUR SUÐURNESJA

Á fundinum í morgun var einnig kynntur Vaxtarsamningur Suðurnesja. Auglýst er eftir styrkumsóknum til Vaxtarsamnings Suðurnesja á grundvelli samnings milli Iðnaðarráðuneytis og Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Styrkhæf verkefni eru þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Sjá nánar á www.sss.is
Mynd: Frá kynningarfundinum í Landsbankanum í Grindavík í morgun.