Áhugi fyrir að endurreisa Einarsbúð
Nokkur áhugi er fyrir því í Grindavík að endurbyggja gömlu verslunargötuna við Einarsbúð alla leið niður að gömlu bryggjunni í Stokkavör.
„Það er mikill áhugi á endurreisa Einarsbúð sem var eina verslunin hér og miðpunktur bæjarins í áratugi. Þessi áhugi kom m.a. vel fram í hugmyndabanka á ráðstefnu um ferðamál sem haldin var hér í Grindavík,“ sagði Óskar Sævarsson, ferðamálafulltrúi Grindavíkur í samtali við VF en hann á sjálfur gamla sjóbúð frá 1930 sem hann hyggst endurbyggja.
„Þessi kemur ekki síst til af því að Erlingur Einarsson gerði hér upp Flagghúsið svokallaða sem tókst afar vel. Hann hefiur verið að viðra hugmydir við aðra eigendur gamalla fasteigna á svæðinu sem ganga út á það að endurgera gömlu verslunargötuna við Einarsbúð. Þau hús sem eru eftir eru þar og hugmyndin er að opna niður á gömlu bryggjuna niður í Stokkavör og koma þar fyrir gömu spili, bát í nausti og öðrum munum til að gera þetta sem upprunalegast.“ segir Óskar.
Óskar segir þessir hugmyndir mjög spennandi sem geti haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn ef af verður. „Bæjaryfirvöld eru líka mjög jákvæð fyrir þessu og hafa sýnt áhuga á að styrkja verkefnið þannig að ég er nokkuð bjartsýnn á að þetta verði að veruleika, þó það muni taka einhvern tíma,“ sagði Óskar.
VF-mynd / Ellert Grétarsson: Gömul hús í Grindavík.
„Það er mikill áhugi á endurreisa Einarsbúð sem var eina verslunin hér og miðpunktur bæjarins í áratugi. Þessi áhugi kom m.a. vel fram í hugmyndabanka á ráðstefnu um ferðamál sem haldin var hér í Grindavík,“ sagði Óskar Sævarsson, ferðamálafulltrúi Grindavíkur í samtali við VF en hann á sjálfur gamla sjóbúð frá 1930 sem hann hyggst endurbyggja.
„Þessi kemur ekki síst til af því að Erlingur Einarsson gerði hér upp Flagghúsið svokallaða sem tókst afar vel. Hann hefiur verið að viðra hugmydir við aðra eigendur gamalla fasteigna á svæðinu sem ganga út á það að endurgera gömlu verslunargötuna við Einarsbúð. Þau hús sem eru eftir eru þar og hugmyndin er að opna niður á gömlu bryggjuna niður í Stokkavör og koma þar fyrir gömu spili, bát í nausti og öðrum munum til að gera þetta sem upprunalegast.“ segir Óskar.
Óskar segir þessir hugmyndir mjög spennandi sem geti haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn ef af verður. „Bæjaryfirvöld eru líka mjög jákvæð fyrir þessu og hafa sýnt áhuga á að styrkja verkefnið þannig að ég er nokkuð bjartsýnn á að þetta verði að veruleika, þó það muni taka einhvern tíma,“ sagði Óskar.
VF-mynd / Ellert Grétarsson: Gömul hús í Grindavík.