Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. maí 2001 kl. 09:49

Áhugi að byggja íbúðir aldraðra

Fyrir stuttu lét hreppsnefnd Gerðahrepps gera könnun meðal eldri borgara til að kanna áhuga þeirra fyrir byggingu íbúða aldraðra.
Samkvæmt upplýsingum sveitarstjóra voru send út bréf til 70 aðila, sem eru 60 ára og eldri í Garðinum. Svör bárust frá 49. Já sögðu 27 við spurningunni hvort þeir hefðu áhuga á að leigja litla íbúð ef hreppurinn byggði. Nei sögðu 20 og tveir seðlar voru auðir.
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri sagði að hreppsnefnd hefði í framhaldi af þessari niðurstöðu samþykkt að óska eftir viðræðum við stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum, um hugsanlega byggingu íbúða í nágrenni Garðvangs og að fá þjónustu frá stofnuninni. Sveitarstjóri og oddviti voru kjörnir til að fara í þessar viðræður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024