Miðvikudagur 20. janúar 1999 kl. 22:03
ÁHUGI Á ROCKVILLE
Athvarf fyrir áfengis- og fíkniefnasjúklinga, Byrgið, hefur sýnt Rockville á Miðnesheiði áhuga. Vill Byrgið fá afnot af svefnsálum, íþróttahúsi, skrifstofubyggingu og jafnvel húsi undir vélaverkstæði á svæðinu. Að sögn DV hefur varnarliðið tekið jákvætt á erindinu.