Áhugaverður fundur um Hafnargötuna
Undirbúningsfundur fyrir stofnun miðbæjarsamtaka í Reykjanesbæ var haldinn í gærkvöldi. Fundurinn, sem fór fram á Ránni, var vel sóttur og áhugaverður. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, kynnti yfirstandandi umhverfisframkvæmdir fyrir fundarmönnum. Lokið verður við endurbyggingu Hafnargötunnar frá DUUS húsum og upp að Faxabraut fyrir ljósanótt á næsta ári en í ár verður lokið við götuna frá DUUS húsum og að Tjarnargötu að gatnamótunum þar meðtöldum.Rúnar Hannah fór fyrir hópi kaupmanna sem eru í undirbúningsnefnd þess sem menn kalla í dag miðbæjarsamtök en félagsskapurinn er í mótun en fram eru komnar hugmyndir um að samtökin verði fyrir verslun og þjónustu frá Fitjum og að Gróf. Á Fitjum hefur verið mikil uppbygging í þjónustu og þar er fyrirhugað að reisa sýningarskála fyrir Íslending en það er vilji bæjaryfirvalda að Hafnargatan og Njarðarbrautin séu hugsaðar sem ein þjónustulína og aðilar í verslun og þjónustu á þessu svæði hafi gott samráð.
Miklar umræður urðu um það hvernig aðilar í verslun og þjónustu myndu taka á málum eins og málningarvinnu og annarri snyrtingu í kjölfar umhverfisátaks bæjarins. Málarar og annað fagfólk, s.s. arkitektar, voru skipaðir í nefnd á fundinum til að vinna að tillögum um samræmt litaval fyrir byggingar við götuna. Einnig voru fundarmenn beðnir um afstöðu til lita á ljósakúplum á nýjum ljósastaurum við götuna.
Fram komu skemmtilegar hugmyndir um að skapa listaverk í götuna með mislitum hellum og vísað til mynda úr bók frá Barcelona á Spáni. Þá var sagt frá hugmynd um bæjarlæk við Hafnargötuna, kastað fram hugmyndum um skúlptúra og samræmdara merkingar á verslanir og þjónustufyrirtæki.
Áhugahópurinn um miðbæjarsamtökin kemur saman á mánudagskvöldum á Ránni kl. 20 og eru allir áhugamenn um málefni Hafnargötunnar og næsta nágrennis velkomnir. Formlegur stofnfundur verður síðan 18. ágúst. Hann verður kynntur nánar síðar.
Miklar umræður urðu um það hvernig aðilar í verslun og þjónustu myndu taka á málum eins og málningarvinnu og annarri snyrtingu í kjölfar umhverfisátaks bæjarins. Málarar og annað fagfólk, s.s. arkitektar, voru skipaðir í nefnd á fundinum til að vinna að tillögum um samræmt litaval fyrir byggingar við götuna. Einnig voru fundarmenn beðnir um afstöðu til lita á ljósakúplum á nýjum ljósastaurum við götuna.
Fram komu skemmtilegar hugmyndir um að skapa listaverk í götuna með mislitum hellum og vísað til mynda úr bók frá Barcelona á Spáni. Þá var sagt frá hugmynd um bæjarlæk við Hafnargötuna, kastað fram hugmyndum um skúlptúra og samræmdara merkingar á verslanir og þjónustufyrirtæki.
Áhugahópurinn um miðbæjarsamtökin kemur saman á mánudagskvöldum á Ránni kl. 20 og eru allir áhugamenn um málefni Hafnargötunnar og næsta nágrennis velkomnir. Formlegur stofnfundur verður síðan 18. ágúst. Hann verður kynntur nánar síðar.