Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhugaverð dagskrá á nýsköpunarþingi í Reykjanesbæ á morgun
Miðvikudagur 9. október 2013 kl. 15:56

Áhugaverð dagskrá á nýsköpunarþingi í Reykjanesbæ á morgun

Nýsköpunarþing í Reykjanesbæ – Fullnýting til framtíðar - verður haldið í Andrews leikhúsinu á Ásbrú á morgun, fimmtudaginn 10. október, frá kl. 17:00 – 19:00.

Yfirskrift þingsins er FULLNÝTING TIL FRAMTÍÐAR og leitað verður svara við því hvernig byggja megi virðisaukandi starfsemi ofan á frumframleiðslu eða grunnþjónustu og skapa þar með fjölbreyttari og betur launuð störf. Styrkleikarnir sem unnið verður með tengjast orku, iðnaði, sjávarfangi og samgöngumiðju. Fjallað verður um þau tækifæri á Reykjanesi sem byggja á styrkleikum svæðisins og áhersla lögð á 3 stoðir: Auðlindagarðinn, Keflavíkurflugvöll og tæknibyltingu í flutningum.

Kynnt verða skýr dæmi um fullnýtingu í kringum orkuframleiðslu, þar sem hiti, sjór og vatn eru nýtt til frekari framleiðsluþróunar auk raforkuframleiðslu.

Kynnt verða skýr dæmi um hvernig auka má virði sjávarfangs með fullvinnslu hráefnis sem áður var hluti af úrgangi.

Kynnt verða skýr dæmi um hvernig hráframleiðsla í iðnaði getur leitt af sér frekari virðisaukningu með framleiðslu á vörum úr hráefninu og þróun virðiskeðjunnar.

Þá verður sýnt fram á hvernig úrgangur/útblástur einnar verksmiðju er gerður að mikilvægu hráefni næstu verksmiðju til að breyta „mengun“ í  vistvæna, virðisaukandi vöru.  

Farið verður yfir gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu og flutningum og kynntir kostir þess að samgöngufyrirtæki á sjó, landi og í lofti, nýti sér aðstöðu á svæðinu til frekari útfærslu á þjónustu sinni.

Annar hluti þingsins er Auðlindagarðsdagurinn sem Íslenski Jarðvarmaklasinn og Blái Demanturinn hafa tengt saman við Nýsköpunarþingið. Í anddyri Andrews verða t.d. settir upp básar í tengslum við hann. Þingið og Auðlindagarðsdagurinn er ákaflega metnaðarfullt verkefni sem snýr að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Horft er á allan skagann sem eitt atvinnusvæði með óteljandi möguleikum. Aðalatriðið á þessu þingi er að sýna þessar risa stoðir í atvinnulífinu á Reykjanesi; hvernig þær virka saman, hvaða gríðarlegu tækifærum við búum yfir og hvernig við förum að því að nýta þau á réttan hátt fyrir svæðið og landið allt.


Dagskrá:

Ráðherra nýsköpunar Ragnheiður Elín Árnadóttir setur þingið

Kynningarmynd um Auðlindagarðinn á Reykjanesi – Fullnýting til framtíðar

Erindi:
Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri HS Orku og frumkvöðull Auðlindagarðsins
Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska Jarðvarmaklasans
Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska Sjávarklasans
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar
Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Kynningarmynd um Keflavíkurflugvöll – Hvernig nýtum við tækifærin?

Erindi:
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu
Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco
Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðis Icelandair

Kynningarmynd um Norðurslóðir – Tæknibylting í flutningum

Erindi:
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskip
Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Heklunnar

Samantekt:
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Fundarstjóri:
Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri Blue Diamond
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024