Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhugarverð starfsemi í húsi SRFS
Fimmtudagur 3. mars 2005 kl. 20:42

Áhugarverð starfsemi í húsi SRFS

Erna Alfreðsdóttir er um þessar mundir að hefja hringastarf og aðra starfsemi í húsnæði Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja. Erna, sem hefur starfað að andlegum málefnum í yfir 20 ár um allt land, m.a. hjá SFRS, mun fyrst í stað fara í gang með þróunarhringi þar sem áherslan verður jafnt á orkusöfnun, hugleiðslu sem og að senda út orku þangað sem hennar er þörf.

Næsta skref við það gæti verið að þjálfa upp fólk sem hefur miðilshæfileika, til dæmis læknamiðlun, skyggni, transmiðlun og fleira. Hún mun auk þess standa fyrir opnum húsum í húsnæði SRFS sem hún áætlar að hafa einu sinni á mánuði þar sem fólk getur reynt sína hæfileika og spáð í bolla eða spil og lesið í skrift gert ýmislegt annað sér til skemmtunar. Á þeim verður gefin heilun og verður enginn aðgangseyrir. Erna segist ætla að reyna að koma til móts við breiðan hóp fólks sem vill slappa af en er ekki endilega í andlegum hugleiðingum en vill ná innri ró.

„Fólk er kannski upplifa streitu sem það getur unnið á og reynt að losa sig við. Gott er að jafna sig eftir veikindi og áföll með því að ná innra jafnvægi og auka orku. Það þarf ekki andlega hæfileika til að taka þátt. Aðeins áhuga á að byggja upp sinn innri mann.”

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ernu í síma 864-1873 og fara hringir í gang um leið og næg þátttaka fæst.

Myndin: Hús SRFS við Keflavíkurhöfn. Ljósmyndina tók Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024