Áhugaljósmyndarar hittast í hádeginu
Áhugaljósmyndarar á Suðurnesjum ætla að koma saman til óformlegs fundar í kaffihúsi Kaffitárs við Stapabraut í Innri Njarðvík nú í hádeginu í dag. Hugmyndin er að kanna áhuga fyrir því að stofna til félagsskapar fólks með áhuga á ljósmyndun. Áætlað er að hittast í Kaffitári kl. 12:15 í dag þar sem stilltir verða saman strengir yfir kaffibolla og framhaldið ákveðið. Öllum áhugamönnum um ljósmyndun er frjálst að mæta, kaupa sér kaffibolla og leggja eitthvað skemmtilegt til málanna.