Áhugahópur: undrandi á ummælum ráðherra
Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er fjallað um að vegafé verði lækkað um 1,5 milljarða króna í fjárlögum næsta árs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að lækkun fjárveitinga í Norðaustur,- Norðvestur- og Suðurkjördæmi nemi um 300 milljónum króna í hverju kjördæmi. Samgönguráðherra sagði aðspurður um áhrif á einstakar framkvæmdir að ekkert yrði hróflað við tvöföldun Reykjanesbrautar.
Steinþór Jónsson forsvarsmaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut undrast ummæli samgönguráðherra og lítur þannig á að um einhvern misskilningi hljóti að vera að ræða. „Það er ekkert fé bundið í Reykjanesbraut á næsta ári og því undrast ég ummæli ráðherra um að ekki verði hróflað við tvöfölduninni. Hvernig er hægt að segja að ekki verði skorið niður fjármagn sem er ekki til staðar. Fyrir liggur samningur við verktaka um fyrri hluta Reykjanesbrautar og mun þeirri framkvæmd verða lokið í byrjun sumars. Niðurskurður á vegafé nær ekki til samninga sem þegar eru í gangi og eru á lokastigi. Fjármagn til áframhaldandi breikkunar Reykjanesbrautar hefur ekki verið samþykkt og því ekki hægt að skera það niður, svo einfalt er það. Áhugahópurinn kallar eftir skýrum svörum samgönguráðherra og þingmanna um hvenær lokið verði við breikkun Reykjanesbrautar. Í ljósi ummæla samgönguráðherra um tafir á framkvæmdum við Reykjanesbraut innan höfuðborgarsvæðisins hlýtur að liggja beint við að færa það fé til breikkunar brautarinnar til suðurs. Hönnun á þeim kafla er þegar lokið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir og klára þær,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.
Steinþór Jónsson forsvarsmaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut undrast ummæli samgönguráðherra og lítur þannig á að um einhvern misskilningi hljóti að vera að ræða. „Það er ekkert fé bundið í Reykjanesbraut á næsta ári og því undrast ég ummæli ráðherra um að ekki verði hróflað við tvöfölduninni. Hvernig er hægt að segja að ekki verði skorið niður fjármagn sem er ekki til staðar. Fyrir liggur samningur við verktaka um fyrri hluta Reykjanesbrautar og mun þeirri framkvæmd verða lokið í byrjun sumars. Niðurskurður á vegafé nær ekki til samninga sem þegar eru í gangi og eru á lokastigi. Fjármagn til áframhaldandi breikkunar Reykjanesbrautar hefur ekki verið samþykkt og því ekki hægt að skera það niður, svo einfalt er það. Áhugahópurinn kallar eftir skýrum svörum samgönguráðherra og þingmanna um hvenær lokið verði við breikkun Reykjanesbrautar. Í ljósi ummæla samgönguráðherra um tafir á framkvæmdum við Reykjanesbraut innan höfuðborgarsvæðisins hlýtur að liggja beint við að færa það fé til breikkunar brautarinnar til suðurs. Hönnun á þeim kafla er þegar lokið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir og klára þær,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.