Áhugafélag um flutning innanlandsflugs til Keflavíkur stofnað í kvöld
Stofnfundur áhugafélags um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar „með þjóðarsátt“ verður haldinn á veitingahúsinu Ránni í Keflavík í kvöld. Fundurinn hefst kl. 20:00 og eru allir velkomnir. Áhugafélagið eru þverpólitísk samtök en í forsvari fyrir félagið eru formenn þeirra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Það eru þeir Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, Eysteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ og Viktor Borgar Kjartansson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ. Þá á Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, sæti í undirbúningsstjórn félagsins, en hann er fulltrúi óháðra.
Því hefur verið lýst því yfir að miðstöð innanlandsflugs verði að víkja fyrir annarri byggð í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Það blasir því við að nýr meirihluti í borginni og er þá nánast sama hverjir að honum standa, munu hafa það sem forgangsverkefni sitt að hraða brottflutningi miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni. Margar hugmyndir hafa komið fram um staðsetningu nýs flugvallar, en að mati áhugafélagsins og margra annarra er “Keflavíkurvalkosturinn” eina raunhæfa lausnin. Það er því afar mikilvægt að samgönguyfirvöld móti sér sem fyrst raunhæfa stefnu í málinu sem snúi einkum að því að stytta ferðatíma frá Keflavík til Höfuðborgarsvæðisins.
Það markmið samtakanna að skapa þjóðarsátt um “Keflavíkurvalkostinn”. Hann verður meðal annars umræðuefni á fundinum í kvöld, en aðstandendur hans lofa fróðlegum fundi og búast við fjölmenni á Ránna í kvöld kl. 20.
Því hefur verið lýst því yfir að miðstöð innanlandsflugs verði að víkja fyrir annarri byggð í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Það blasir því við að nýr meirihluti í borginni og er þá nánast sama hverjir að honum standa, munu hafa það sem forgangsverkefni sitt að hraða brottflutningi miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni. Margar hugmyndir hafa komið fram um staðsetningu nýs flugvallar, en að mati áhugafélagsins og margra annarra er “Keflavíkurvalkosturinn” eina raunhæfa lausnin. Það er því afar mikilvægt að samgönguyfirvöld móti sér sem fyrst raunhæfa stefnu í málinu sem snúi einkum að því að stytta ferðatíma frá Keflavík til Höfuðborgarsvæðisins.
Það markmið samtakanna að skapa þjóðarsátt um “Keflavíkurvalkostinn”. Hann verður meðal annars umræðuefni á fundinum í kvöld, en aðstandendur hans lofa fróðlegum fundi og búast við fjölmenni á Ránna í kvöld kl. 20.