Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhrifamikil ljósmyndasýning á Bókasafni Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 2. október 2018 kl. 05:00

Áhrifamikil ljósmyndasýning á Bókasafni Reykjanesbæjar

Opnun ljósmyndasýningarinnar BLEIK og afhending bleiku slaufunnar var þann 28.september í Bókasafni Reykjanesbæjar. Sýningin byggir á persónulegum sögum tólf kvenna sem hafa greinst með brjósta- eða leghálskrabbamein. 
 
Sýningin endurspeglar áherslu Bleiku slaufunnar 2018 þar sem lögð er sérstök áhersla á hvatningu til kvenna um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og að vinahópar og vinnustaðir hvetji og styðji sínar konur.
 
Sýningin mun standa yfir bleika október og hvetur Krabbameinsfélag Suðurnesja fólk til að kíkja á þessa mögnuðu sýningu með mögnuðum konum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024