Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir


Áhrif ofvirkni á fjölskyldur
Mánudagur 14. nóvember 2005 kl. 11:30

Áhrif ofvirkni á fjölskyldur

Á undanförnum árum hefur mikið borið á ofvirkni meðal barna og unglinga. Mikið hefur verið skrifað um málefnið og mörg sjónarmið komið fram. Þótt skilningur hafi vissulega vaxið ber ennþá á ákveðnu þekkingarleysi og fordómum í garð barnanna og fjölskyldna þeirra.

Bjartsýnishópurinn, sjálfshjálparhópur foreldra barna með ofvirkni (ADHD), sem stofnaður var eftir námskeið sem haldið var í samvinnu Þroskahjálpar á Suðurnesjum og foreldrafélaga grunnskólanna á Suðurnesjum, hefur nú starfað í 10 ár.

Á þessum tímamótum ákvað hópurinn að standa fyrir tveim fyrirlestrum um málefnið. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn í Heiðarskóla fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:30.

Fyrirlesari verður Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur, yfirsálfræðingur sálfræðideildar Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Í fyrirlestrinum mun Gylfi Jón fara yfir hvað ADHD er, orsakir og einkenni, áhrif þess á fjölskyldur, framtíðarhorfur barnanna og hvað hægt er að gera til að hjálpa þeim og fjölskyldum þeirra.

Auk foreldra er fyrirlesturinn sérstaklega gagnlegur fyrir afa og ömmur, frænkur og frændur og aðra þá sem umgangast ofvirk börn.

Síðan er fyrirhugað að halda fyrirlestur um fullorðna ofvirka eftir áramót.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024