Föstudagur 8. nóvember 2002 kl. 08:34
Áhöld til fíkniefnaneyslu fundust í bíl
Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi bifreið vegna gruns um fíkniefnamisferli hjá ökumanni bifreiðarinnar. Við leit í bílnum fundust áhöld til kannabisneyslu. Við svo búið var ökumaðurinn frjáls ferða sinna.Annað bar ekki til tíðinda hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt.