Áhöld til fíkniefnaneyslu fundust í bifreið í Grindavík
Áhöld til fíkniefnaneyslu fundust í bifreið sem stöðvuð var í Grindavík í gærkvöldi. Tveir aðilar sem voru í bifreiðinni voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina í Grindavík. Engin fíkniefni fundust við leit á mönnunum, en við leit í bifreiðinni fannst annað áhald til fíkniefnaneyslu þar sem einnig fundust leifar af hassi. Eftir yfirheyrslur var mönnunum sleppt.