Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áhöfnin að þrotum komin af sjóveiki og þreytu
Mynd: Steinar Þór Kristinsson
Fimmtudagur 13. ágúst 2015 kl. 17:12

Áhöfnin að þrotum komin af sjóveiki og þreytu

– myndband sýnir björgun skútu við erfiðar aðstæður í gærkvöldi

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur birt myndband sem Steinar Þór Kristinsson formaður björgunarsveitarinnar tók þegar björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom að þýsku skútunni í gærkvöldi.

Skútan hafði misst vélarafl fyrir einhverjum dögum síðan en töpuðu svo seglunum um kvöldmatarleytið í gær.

Áhöfn skútunnar var algjörlega að þrotum komin, bæði af sjóveiki og þreytu eftir veltinginn og baráttu við seglin þegar þeir komu til Grindavíkur í nótt.

Núna eru allir hressir og skútan bíður viðgerðar í Grindavík svo hún geti haldið för sinni áfram, segir á fésbókarsíðu björgunarsveitarinnar.

 

 
Þysk skuta i vandræðum

Hér má sjá myndband sem Steinar Þór Kristinsson formaður björgunarsveitarinnar tók þegar björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom að þýsku skútunni í gærkvöldi. Skútan hafði misst vélarafl fyrir einhverjum dögum síðan en töpuðu svo seglunum um kvöldmatarleytið í gær. Áhöfn skútunnar var algjörlega að þrotum komin, bæði af sjóveiki og þreytu eftir veltinginn og baráttu við seglin þegar þeir komu til Grindavíkur í nótt. Núna eru allir hressir og skútan bíður viðgerðar í Grindavík svo hún geti haldið för sinni áfram :)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on 13. ágúst 2015