Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhöfnin á Ottó N. Þorlákssyni gefur starfsmannsjóð sinn til Grindvíkinga, skora á aðrar áhafnir
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 9. febrúar 2024 kl. 09:25

Áhöfnin á Ottó N. Þorlákssyni gefur starfsmannsjóð sinn til Grindvíkinga, skora á aðrar áhafnir

Áhöfnin á ísfisktogaranum Ottó N. Þorlákssyni sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, ákvað að láta upphæðina sem er í starfsmannasjóðnum, renna til Grindvíkinga. Þeir skora á aðrar áhafnir að gera slíkt hið saman. Frábært framtak hjá þessum flottu frændum Grindvíkinga frá Vestmannaeyjum.

Þetta er færslan:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gott kvöld ágætu fylgjendur.

Eins og landsmenn vita, þá hefur mikið gengið á, í og við Grindavík, vegna eldsumbrota þar í kring. Rauði kross Ìslands hefur sett af stað söfnun fyrir fólkið sem þar býr, við algjöra òvissu. Það er engan veginn hægt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Grindavík.

Áhöfnin á Ottó N. Þorlákssyni hefur því ákveðið að leggja til það fé sem er í starfsmannasjòði áhafnarinnar í söfnun Rauða Krossins. Þetta eru 600.000 krónur sem við afhendum með glöðu geði og skorum á aðrar áhafnir þessa lands að leggja eitthvað til í þessa söfnun.

Upphæðin skiptir ekki öllu máli, frekar að taka þátt og leggja eitthvað til í málefnið.

Við vitum að félagar okkar hjá Ìsfèlaginu, strákarnir á Dala Rafni hafa styrkt gott málefni og því skorum við á þá að leggja eitthvað til í þessa söfnun.

Við skorum svo á strákana á Dala Rafni að skora á aðra áhöfn og svo koll af kolli.

Bestu kveðjur frá Áhöfninni á King Ottó