Áhöfn Guðrúnar Gísladóttur KE bjargað við Noregsstrendur
Guðrún Gísladóttir KE strandaði á skeri við í Loftoen í Noregi í morgun en báturinn er á síldarveiðum á þessum slóðum. Norski vefmiðillinn Verdens Gang greindi frá því í morgun að allir skipsverjar hafi komist heilir á húfi. Skipsverjarnir 20 komust allir í björgunarbáta en báturinn var á leið til bæjarins Leksnes til löndunar.
Þá kemur fram að Guðrún Gísladóttir hafi hallað um 45 gráður eftir strandið, en dráttarbátur er væntanlegur að frystiskipinu innan stundar.
Þá kemur fram að Guðrún Gísladóttir hafi hallað um 45 gráður eftir strandið, en dráttarbátur er væntanlegur að frystiskipinu innan stundar.