Áheyrnarprufur fyrir mynd Clint Eastwoods í kvöld
Þeir sem vilja fá tækifæri til að leika undir stjórn Clint Eastwood í framleiðslu Steven Spielberg geta mætt á prufur í Frumleikhúsið, Vesturbraut 17, Reykjanesbæ í kvöld milli klukkan 19 til 21. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Eskimo í Reykjavík.
Umboðsfyrirtækið Eskimo módels leitar af karlmönnum á aldrinum 18 til 40 ára til að leika bandaríska hermenn í bíómynd Clint Eastwoods, Flags of our fathers. Þá er enn fremur leitað að 25 karlmönnum til að fara með hlutverk Japana í myndinni. Þeir sem eru af asískum uppruna eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Tökur verða frá 12. ágúst til 7. september en ekki er nauðsynlegt að vera allan tímann og er það samkomulags atriði. Ekki fékkst uppgefið hjá Eskimo hver launakjörin væru.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Umboðsfyrirtækið Eskimo módels leitar af karlmönnum á aldrinum 18 til 40 ára til að leika bandaríska hermenn í bíómynd Clint Eastwoods, Flags of our fathers. Þá er enn fremur leitað að 25 karlmönnum til að fara með hlutverk Japana í myndinni. Þeir sem eru af asískum uppruna eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Tökur verða frá 12. ágúst til 7. september en ekki er nauðsynlegt að vera allan tímann og er það samkomulags atriði. Ekki fékkst uppgefið hjá Eskimo hver launakjörin væru.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.