Áherslan lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys
Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, segir að aðaláherslan verði nú lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys í Hvalsnesfjörum þar sem flutningaskipið Wilson Muuga situr fast. Jónína flaug yfir strandstað í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að skoða aðstæður. Þá voru jafnframt ferjaðir um borð sérfræðingar og matsmenn frá tryggingafélagi skipsins til að meta ástand þess.
Almennt virðast menn vera á þeirri skoðun að vonlítið sé að koma skipinu aftur á flot ekki síst í ljósi aðstæðna en vonskuveður hefur verið á svæðinu og ekki útlit fyrir að því sloti næstu daga.
Því beina menn sjónum að því hvernig hægt sé að koma olíunni frá borði en í skipinu eru á annað hundrað tonn af olíu. Fari allt á versta veg er lífríki á svæðinu í mikilli hættu en þarna er eitt fuglaríkasta svæði landsins á þessum árstíma, segir Jónína Bjartmarz.
Víkurfréttir tóku Jónínu tali á strandstað í dag og Auðunn F. Kristinsson, sigmann og stýrimann á TF-Líf en hann seig á eftir dönsku sjóliðunum í gær þar sem þeir börðumst um í öldurótinu. Sjá frétt í VEF-TV Víkurfrétta hér á síðunni.
Efri mynd: Séð yfir strandstað í dag úr TF-LÍF
Neðri mynd: Umhverfisráðherra í TF-Líf fyrr í dag.
VF-myndir: Ellert Grétarsson.
Almennt virðast menn vera á þeirri skoðun að vonlítið sé að koma skipinu aftur á flot ekki síst í ljósi aðstæðna en vonskuveður hefur verið á svæðinu og ekki útlit fyrir að því sloti næstu daga.
Því beina menn sjónum að því hvernig hægt sé að koma olíunni frá borði en í skipinu eru á annað hundrað tonn af olíu. Fari allt á versta veg er lífríki á svæðinu í mikilli hættu en þarna er eitt fuglaríkasta svæði landsins á þessum árstíma, segir Jónína Bjartmarz.
Víkurfréttir tóku Jónínu tali á strandstað í dag og Auðunn F. Kristinsson, sigmann og stýrimann á TF-Líf en hann seig á eftir dönsku sjóliðunum í gær þar sem þeir börðumst um í öldurótinu. Sjá frétt í VEF-TV Víkurfrétta hér á síðunni.
Efri mynd: Séð yfir strandstað í dag úr TF-LÍF
Neðri mynd: Umhverfisráðherra í TF-Líf fyrr í dag.
VF-myndir: Ellert Grétarsson.