Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa
Fimmtudagur 1. nóvember 2007 kl. 10:25

Áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa

Rúmlega 90% félagsmanna í Flóabandalaginu eru sammála því að leggja þurfi sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum. Þá vilja hátt í 66% félagsmanna sjá meiri kaupmátt launa á meðan 34,4% vilja prósentuhækkun.


Þetta kemur fram í nýlegri könnn sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Flóabandalagið sem VSFK, Hlíf og Efling eiga aðild að.

Í könnuninni kemur fram að meðal dagvinnulaun hafa hækkað um 15% miili áranna 2006 og 2007. Meðal dagvinnulaun karla eru 216 þúsund en hjá konum eru þau heldur minni eða 179 þúsund.  Af þeim félagsmönnum sem svöruðu könnuninni voru 22,5% með 150 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnuna, 42%  voru með 151 – 200 þúsund, rúm 19% með 201 – 250 þúsund og 16,4% höfðu meira en 250 þúsund í mánaðarlaun fyrir dagvinnuna.

Mynd úr safni VF

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024