Áhersla lögð á að halda Reykjanesbraut opinni
Mikill erill hefur verið hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum í morgun við að ná bílum úr ófærð. Dimm él og skafrenningur eru á svæðinu.
Þrír bílar fóru útaf á Reykjanesbrautinni í morgun og náðu björgunarsveitir bílunum upp svo hægt væri að skafa brautina. Áhersla er lögð á að halda henni opinni.
Lögreglan á Suðurnesjum segir að víða sé illfært á götum utan alfaraleiða. Þá er Varnarsvæðið alveg ófært.
Þrír bílar fóru útaf á Reykjanesbrautinni í morgun og náðu björgunarsveitir bílunum upp svo hægt væri að skafa brautina. Áhersla er lögð á að halda henni opinni.
Lögreglan á Suðurnesjum segir að víða sé illfært á götum utan alfaraleiða. Þá er Varnarsvæðið alveg ófært.