Áheitahlaup á Reykjanesbraut gengur vel
Áheitahlaup krakkanna úr 3. flokki Reynis/Víðis til Hafnarfjarðar gengur vel. Hlaupið hófst í Keflavík klukkan 8 í morgun og er hópurinn nú kominn í Kúagerði. Klukkan 12 á hádegi áætlar hópurinn að afhenda Guðmundi Hallvarðssyni formanni samgöngunefndar Alþingis undirskriftalista til stuðnings tvöföldunar Reykjanesbrautar. Um 4000 manns hafa skráð sig á undirskriftalistann. Auk undirskriftasöfnunarinnar eru krakkarnir að safna áheitum fyrir keppnisferðalag til Svíþjóðar og hafa verið með sérstakt númer i gangi, 902-5050 þar sem fólk getur hringt inn og látið 300 kr. renna til málefnisins. Upphæðin gjaldfærist á símreikning viðkomandi.
Reynir Þorsteinsson í fjáröflunarnefnd 3. flokks Reynis/Víðis er í rútunni með krökkunum og segir hann að hlaupið gangi vel. „Við erum á áætlun og þetta gengur alveg ljómandi vel,“ sagði hann en krakkarnir skiptast á að hlaupa.
Reynir vill hvetja Suðurnesjamenn til að hringja í gjaldfrjálsa númerið og heita 300 krónum á hlaupahópinn og með því styðja krakkana til að komast til Svíþjóðar og einnig sýna þeim stuðning í hlaupinu.
Myndin: Skarphéðinn Guðmundsson úr Víði á hlaupum á Reykjanesbraut og hann lætur rigninguna ekki slá sig út af laginu. Hann hefur nú hlaupið um 11 km og sagðist hann ætla að klára hlaupið, en krakkar úr 3. flokk Reynis/Víðis skiptast á um að hlaupa. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Reynir Þorsteinsson í fjáröflunarnefnd 3. flokks Reynis/Víðis er í rútunni með krökkunum og segir hann að hlaupið gangi vel. „Við erum á áætlun og þetta gengur alveg ljómandi vel,“ sagði hann en krakkarnir skiptast á að hlaupa.
Reynir vill hvetja Suðurnesjamenn til að hringja í gjaldfrjálsa númerið og heita 300 krónum á hlaupahópinn og með því styðja krakkana til að komast til Svíþjóðar og einnig sýna þeim stuðning í hlaupinu.
Myndin: Skarphéðinn Guðmundsson úr Víði á hlaupum á Reykjanesbraut og hann lætur rigninguna ekki slá sig út af laginu. Hann hefur nú hlaupið um 11 km og sagðist hann ætla að klára hlaupið, en krakkar úr 3. flokk Reynis/Víðis skiptast á um að hlaupa. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.