Föstudagur 6. október 2000 kl. 10:38
Áhaldahúsi Reykjanesbæjar bjargað frá báli
Slökkviliðsmenn frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja björguðu í gærkvöldi áhaldahúsi Reykjanesbæjar frá því að verða eldi að bráð. Kveikt hafði verið í úrgangsolíu í porti áhaldahússins og varð af því mikið bál. Slökkviliðsmönnum tókst að verja húsið en rúður voru við það að springa af hita.