Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áhafnir björgunarskipa á námskeiði
Mánudagur 31. janúar 2011 kl. 09:53

Áhafnir björgunarskipa á námskeiði

Um helgina fór fram námskeið í Sandgerði fyrir áhafnir Björgunarskipa á vegum Slysavarnarskóla sjómanna. Alls voru 16 nemendur frá Björgunarsveitunum Sigurvon og Suðurnes sem eru áhafnarmeðlimir á Hannesi Þ.


Námskeiðið sem er 20 kennslustundir er bæði bóklegt og verklegt og er það tekið einu sinni. Annað námskeið sem heitir STCW er kennt í Skólaskipinu Sæbjörgu og það námskeið þurfa allir þeir sem stunda sjómennsku að taka á 5 ára fresti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Nemendur stóðu sig vel og eiga hrós skilið fyrir verklega hlutann sem fram fór í mjög leiðinlegu veðri í gær,“ sagði Guðlaugur Ottesen einn af leiðbeinendum við vefinn 245.is, en með honum var Sigurdór Steinar Guðmundsson leiðbeinandi.

Mynd: Smári/245.is