Ágúst nýr skólastjóri Gerðaskóla
Ágúst Ólason hefur verið ráðinn skólastjóri Gerðaskóla til eins árs. Alls sóttu níu manns um stöðuna en núverandi skólastjóri, Skarphéðinn Jónsson, hafði óskað eftir árs leyfi
Eftir mat á umsækjendum samþykkti bæjarráð Garðs samhljóða á fundi sínum þann 17. júlí tillögu um að Ágúst Ólason verði ráðinn skólastjóri Gerðaskóla til eins árs. Ágúst Ólason tekur til starfa sem skólastjóri Gerðaskóla þann 1. ágúst nk.
Eftirtalin sóttu um stöðu skólastjóra Gerðaskóla:
Anna Jóna Guðmundsdóttir
Anna Kristjana Egilsdóttir
Ágúst Ólason
Hlín Bolladóttir
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir
Jón Einar Haraldsson Lambi
Lind Völundardóttir
Óðinn Pétur Vigfússon
Samúel Örn Erlingsson