Ágóði jólatónleika óskiptur til styrktar fjölskyldu Elínar
Haldnir voru jólatónleikar í Keflavíkurkirkju síðasta sunnudag til styrktar fjölskyldu Elínar Ólafsdóttur, flugfreyju. Hún lést í Gautaborg 16. desember síðastliðinn eftir hjartaígræðslu. Elín lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.
Allir tónlistamennirnir sem fram komu, gáfu vinnu sína og því rann ágóðinn óskiptur til fjölskyldunnar. Alexander Grybos, Bjarki Hólmgeir Hall, Flugfreyjukór Icelandair, Sönghópur Suðurnesja, Söngsveitin Víkingar og Vox Felix komu fram á tónleikunum.
Aðstandendur tónleikanna vilja koma fram þakklæti til flytjenda og gesta. Enn fremur er bent á að þeir sem vilja styrkja fjölskylduna geta lagt frjáls framlög inn á bankareikning Ragnars, eiginmanns Elínar. Reikningsnúmer er 0121-26-5108 og kennitala 020573-3419.
Söngsveitin Víkingar
Vox Felix voru meðal þeirra sem fram komu á tónleikunum.
Alexander Grybos