Agnar dúxaði í frumkvöðlafræði
Agnar Steinarsson útskrifaðist úr frumkvöðlafræði við Keili á Ásbrú á laugardaginn. Hann var í fyrsta hópnum sem útskrifast úr þessu námi og fyrstu nemendurnir sem útskrifast með háskólagráðu frá Keili. Agnar gerði sér lítið fyrir og dúxaði með 8,98 í meðaleinkunn og flutti útskriftarræðuna fyrir hönd nemenda.
Að sögn Agnars vann hann að ýmsum verkefnum í náminu svo sem hlaupaverkefni með hlaupahóp úr Grindavík. Lokaverkefnið var viðskiptaáætlun fyrir þorskeldisstöð í landi Grindavíkur. Hann mun vinna það verkefni áfram í samvinnu við tæknideild Grindavíkurbæjar og fleiri aðila.
Myndin var tekin við útskriftina á laugardaginn.
(www.grindavik.is)