Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ágætur júní hjá netabátum
Föstudagur 10. júlí 2009 kl. 15:33

Ágætur júní hjá netabátum


Júnímánuður var nokkuð góður hjá netabátunum á Suðurnesjum. Stafnes KE var þeirra aflahæstur með rúm 181 tonn í níu róðrum en hann landaði bæði í Sandgerði og Vestmannaeyjum. Árangur skipsverja á Maron GK er einnig athyglisverður en hann var með 21 tonn í einni löndun en uppistaða aflans var Langa. Maron er í þriðja sæti aflalista Aflafrétta með ríflega 130 tonn en hann landar í Grindavík.
Marta Ágústsdóttir GK landaði tæpu 51 tonni í Grindavík í júní og Erling KE var með svipað aflamagn í aðeins 5 róðrum. Hann landar í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024