Ágætur afli hjá Grindavíkurbátum
Heldur rólegt hefur verið yfir Grindavíkurhöfn að undanförnu en síðustu daga hafa bátarnir verið að koma með ágætan afla að landi. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarvigtinni hafa bátarnir verið að fá á milli 12-73 tonn. Aflahæstur var Hrungnir með 73 tonn, mest þorsk. Skarfur fékk 60 tonn af blönduðum afla, Sturla landaði 55 tonnum af þorski og Melavíkin og Fjölnir voru með 50 tonn hver af þorski. Aðrir bátar voru að landa milli 12-30 tonnum.