Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 20. júní 2001 kl. 10:27

Ágætur afli hjá frystiskipunum

Mest allur Grindavíkurflotinn var í heimahöfn á sjómannadaginn að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra og komu þeir flestir með góðan afla fyrir helgina.
Aflaverðmæti frystiskipanna hefur verið ágætt frá því að verkfalli lauk og fram að sjómannadegi. Hrafn var með um 97 milljónir, Hrafn Sveinbjarnarson með um 87 milljónir og Gnúpur með tæplega 60 milljónir, en hann var hluta veiðiferðarinnar á úthafskarfa og þar voru aflabrögð ekki sem skyldi nema síðustu dagana fyrir helgina. Þrjú skip komu með síld og voru það Þorsteinn með tæplega 2000 tonn Oddeyrin með 710 og Sunnutindur með 850 tonn.
„Eftir helgina fóru flest skipin út á mánudaginn og voru margir komnir inn aftur fyrir síðustu helgi með ágætan afla og var vikuaflinn samtals um 430 tonn og var afli togskipa mjög góður. Afli humarbáta hefur verið að glæðast að undanförnu og bátarnir verið að fá um 1000 kg í túr ef miðað er við slitinn humar“, segir Sverrir.
Þrátt fyrir verkfall sjómanna er heildaraflinn fyrstu fimm mánuði ársins, sem kominn er á land í Grindavík 88800 tonn en var 89100 tonn árið 2000. Afli fyrra árs er því um 300 tonnum meiri nú í maílok. Þorskaflann er 12450 tonn í ár en var 14230 á sama tímabili í fyrra. Sverrir fullyrðir að þar hafi verkfall sjómanna haft mikil áhrif og svipaða sögu er að segja um aðrar botnfisktegundir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024