Ágætisveður í kvöld
Klukkan 15 var norðlæg átt, víða 10-15 m/s og snjókoma eða él, en léttskýjað sunnanlands. Hlýjast var 3ja stiga hiti í Papey, en kaldast 8 stiga frost í Eyjafjarðarsveit.
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun: Norðvestlæg átt, víða 10-15 m/s, en 15-20 norðaustanlands. Snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnan til. Lægir smám saman og rofar til norðanlands í nótt. Norðaustlæg átt, víða 3-8 m/s á morgun, en 8-13 vestan til. Víða bjartviðri á morgun, en dálítil él norðan til. Frost yfirleitt 3 til 10 stig, kaldast til landins.
Kort: Klukkan 24:00 í kvöld.