Ágætis veiði
Ágætis veiði var hjá snurvoðabátum og netabátum sem gera út frá Sandgerði um helgina. Snurvoðabátarnir voru að fá 10 – 13 tonn af þorski á laugardaginn og voru bara snemma í landi eða um miðjan dag. Þá voru netabátarnir að fá ágætis afla bæði á laugardag og sunnudag þó heldur meira á laugardaginn enda vindáttin komin yfir í norðaustan átt á sunnudag og sjó farið að lægja.
Hefðbundnir netavertíðarbátar voru að fá þetta 5 – 8 tonn og litlu netabátarnir 3 – 5 tonn. Arney KE var með um 20 tonn á föstudag og 16 tonn á sunnudag. Línubátarnir voru ekki margir á sjó um helgina en 13 bátar fóru á sjó á laugardag og voru þeir að fá ca. 2 – 3 tonn hver. Einn trollbátur landaði á sunnudag en þar var á ferð Sigurfari GK og landaði hann um 28 tonnum eftir um sólarhring á veiðum. Talsverður vestan sjór var á föstudag en við það fer þorskurinn á hreyfingu upp undir landið.
Hefðbundnir netavertíðarbátar voru að fá þetta 5 – 8 tonn og litlu netabátarnir 3 – 5 tonn. Arney KE var með um 20 tonn á föstudag og 16 tonn á sunnudag. Línubátarnir voru ekki margir á sjó um helgina en 13 bátar fóru á sjó á laugardag og voru þeir að fá ca. 2 – 3 tonn hver. Einn trollbátur landaði á sunnudag en þar var á ferð Sigurfari GK og landaði hann um 28 tonnum eftir um sólarhring á veiðum. Talsverður vestan sjór var á föstudag en við það fer þorskurinn á hreyfingu upp undir landið.