Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ágætis veðurspá fyrir helgina
Miðvikudagur 1. september 2004 kl. 11:37

Ágætis veðurspá fyrir helgina

Búist er við rólegheitaveðri fram eftir degi á laugardag á Ljósanótt. Gert er ráð fyrir norðlægum áttum fyrripart dagsins en vindur mun síðan snúa sér í vestlægar áttir með skúrum um kvöldið. Að sögn Kristínar Hermannsdóttur veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er búist við að á sunnudaginn verði suðvestlægar áttir 5 til 10 metrar á sekúndu.
Það er því búist við rólegheitaveðri um helgina þótt rigningadropar gætu látið sjá sig í einhverju mæli á laugardagskvöldið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024