Ágætis veður suðvestanlands um helgina
Í dag verður austanátt við Faxaflóann 5-10 m/s og léttskýjað, en hvessir og þykknar upp í kvöld, 10-15 og rigning í nótt. Hægara og úrkomuminna síðdegis á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurkortin líta ágætlega út fyrir suðuvesturhornið um verslunarmannahelgina. Spáð er rigningu á morgun en síðan ætti að vera þurrt og milt veður fram yfir helgi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Vaxandi norðaustanátt, víða 10-15 m/s nálægt hádegi, en talsvert hægari norðaustanlands fram til kvölds. Skýjað með köflum og þurrt suðvestantil, en annars rigning eða súld. Hiti 7 til 18 stig, svalast með norðurströndinni.
Á sunnudag:
Hægt minnkandi norðanátt, fyrst vestantil og vestlæg átt 3-8 m/s um kvöldið.
Rigning eða súld norðaustanlands fram til kvölds, en annars víða léttskýjað. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en dálítil súld við vesturströndina. Hlýnar í veðri, einkum norðantil og hiti 15 til 20 stig á þriðjudag.
Veðurkortin líta ágætlega út fyrir suðuvesturhornið um verslunarmannahelgina. Spáð er rigningu á morgun en síðan ætti að vera þurrt og milt veður fram yfir helgi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Vaxandi norðaustanátt, víða 10-15 m/s nálægt hádegi, en talsvert hægari norðaustanlands fram til kvölds. Skýjað með köflum og þurrt suðvestantil, en annars rigning eða súld. Hiti 7 til 18 stig, svalast með norðurströndinni.
Á sunnudag:
Hægt minnkandi norðanátt, fyrst vestantil og vestlæg átt 3-8 m/s um kvöldið.
Rigning eða súld norðaustanlands fram til kvölds, en annars víða léttskýjað. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en dálítil súld við vesturströndina. Hlýnar í veðri, einkum norðantil og hiti 15 til 20 stig á þriðjudag.