Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. apríl 2001 kl. 09:30

Ágætis afli hjá línubátum

Ágætis afli var hjá línubátum hjá Sandgerðishöfn um helgina, eða rúm 100 tonn samanlagt. Hver og einn var að koma með um 1,5 tonn til 3,5 tonn. Tveir bátar fóru yfir 4 tonnin. Uppistaða afla hjá línubátunum var þorskur en heldur minna af ýsunni.
Þá var tregt hjá netabátunum eða frá 500 kg. til 1200 kg. Tveir bátar voru þó með rúm 3 tonn en Arney KE 50 var með rúm 14 tonn en hún landar annan hvern dag. Dragnótabátarnir voru ekkert að mokfiska en þeir voru að koma með 3 – 6 tonn af blönduðum afla en einn var þó með rúm 8 tonn og var uppistaðan ufsi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024