Afvopnaður í Reykjanesbæ
Karlmaður vopnaður stórum búrhníf var afvopnaður og handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum í nótt. Hafði maðurinn reynt að komast inn í hús í Reykjanesbæ og barið það að utan með skiptilykli. Gistir hann nú fangageymslur lögreglunnar, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra.
Mbl.is greinir frá þessu.