Afvopnaði mann einsamall
Böðvar Pálsson, 82 ára eftirlaunþegi, var einn af fáum lögregluþjónum í Keflavík fyrir hálfri öld. Hann lenti í óðum byssumanni sem veifaði skambyssu á umferðamiðstöð SBK fyrir um 55 árum síðan en svipað atvik átti sér stað fyrir skömmu í Reykjavík þar sem víkingasveitin með öllu tilheyrandi var kölluð á staðinn.
„Það var engin víkingasveit þá. Ég var bara einn lögregluþjónn í vinnu og fór á staðinn og afvopnaði manninn sem veifaði stórri skammbyssu í allar áttir. Það var búið að loka rútustöðinni og fólk var óttaslegið“, segir Böðvar Pálsson, en hann var einn á lögregluvaktinni einn dag í Keflavík árið 1946 og lenti þá í óðum byssumanni en svipað atvik kom upp á Álftanesi sl. mánudag.
Þá varð mikið uppistand eins og sjá mátti í sjónvarpi þar sem lögreglumenn og sérsveitarmenn voru með alvæpni, byssur og skildi. Böðvar hlær þegar hann er inntur eftir þessu og atvikinu árið 1946. „Ég get ekki neitað því að mér fannst þetta frekar hjákátlegt að sjá þetta í fréttunum á mánudaginn. Þetta var svolítið öðruvísi í mínu tilviki. Skúli Hallsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur hringdi í mig og tilkynnti um byssumanninn. Það var ekki um annað að ræða en að fara í verkefnið. Ég hljóp á staðinn og afvopnaði manninn án þess að hugsa um einhverjar afleiðingar. Hann var með stóra skammbyssu sem í voru sex skot sem voru á stærð við litla fingur. Ég handjárnaði byssumanninn en eina vopnið mitt var löggukylfan.
Lögreglumaður á þessum árum þurfti að hafa hugrekki því maður var einn og ekki með bíl. Ég fór allt fótgangandi í starfinu og þótti ekki athugavert“.
Lögreglustöðin í Keflavík var í bragga gegn gamla Ungmennafélagshúsinu, Ungó, bæjarskrifstofan var í öðrum bragga við hliðina á. Böðvar segir að aðstaða í bragganum hafi ekki verið svo slæm því í honum hafi verið fimm ágætir klefar fyrir fanga. Inn í einum þeirra gisti byssumaðurinn eina nótt og svaf af sér áfengisvímuna. Ekki fer sögum af dómi sem byssumaðurinn hlaut.
„Það var engin víkingasveit þá. Ég var bara einn lögregluþjónn í vinnu og fór á staðinn og afvopnaði manninn sem veifaði stórri skammbyssu í allar áttir. Það var búið að loka rútustöðinni og fólk var óttaslegið“, segir Böðvar Pálsson, en hann var einn á lögregluvaktinni einn dag í Keflavík árið 1946 og lenti þá í óðum byssumanni en svipað atvik kom upp á Álftanesi sl. mánudag.
Þá varð mikið uppistand eins og sjá mátti í sjónvarpi þar sem lögreglumenn og sérsveitarmenn voru með alvæpni, byssur og skildi. Böðvar hlær þegar hann er inntur eftir þessu og atvikinu árið 1946. „Ég get ekki neitað því að mér fannst þetta frekar hjákátlegt að sjá þetta í fréttunum á mánudaginn. Þetta var svolítið öðruvísi í mínu tilviki. Skúli Hallsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur hringdi í mig og tilkynnti um byssumanninn. Það var ekki um annað að ræða en að fara í verkefnið. Ég hljóp á staðinn og afvopnaði manninn án þess að hugsa um einhverjar afleiðingar. Hann var með stóra skammbyssu sem í voru sex skot sem voru á stærð við litla fingur. Ég handjárnaði byssumanninn en eina vopnið mitt var löggukylfan.
Lögreglumaður á þessum árum þurfti að hafa hugrekki því maður var einn og ekki með bíl. Ég fór allt fótgangandi í starfinu og þótti ekki athugavert“.
Lögreglustöðin í Keflavík var í bragga gegn gamla Ungmennafélagshúsinu, Ungó, bæjarskrifstofan var í öðrum bragga við hliðina á. Böðvar segir að aðstaða í bragganum hafi ekki verið svo slæm því í honum hafi verið fimm ágætir klefar fyrir fanga. Inn í einum þeirra gisti byssumaðurinn eina nótt og svaf af sér áfengisvímuna. Ekki fer sögum af dómi sem byssumaðurinn hlaut.