Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aftur von á hvítri jörð þegar líður á vikuna
Mánudagur 13. febrúar 2012 kl. 08:07

Aftur von á hvítri jörð þegar líður á vikuna

Vestan 5-13 og súld á köflum, en suðvestan 8-15 um hádegi. Hiti 2 til 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vestan 5-13 og súld með köflum en suðvestan 8-15 um hádegi. Hiti 2 til 7 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Vestlæg átt, 5-13 m/s og súld á köflum um vestanvert landið en úrkomulítið annars staðar og yfirleitt bjartviðri A-til á landinu. Hiti víða 2 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Vestan og suðvestanátt, 5-13 m/s og rigning eða slydda V-til fyrripartinn en él seinnipartinn. Úrkomulítið A-til og bjartviðri á köflum. Kólnandi, og hiti víða um eða undir frostmarki um kvöldið.

Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt með éljum V-til og frosti um mest allt land.

Á föstudag:
Suðvestlæg átt og víða él, en snýst í hvassa norðaustanátt með snjókomu fyrir norðan um kvöldið. Frost um allt land.

Á laugardag:
Norðlæg átt með ofankomu fyrir norðan, einkum NA-til, en víða léttskýjað syðra. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir kalda norðvestlæga átt með éljum í flestum landshlutum.