Fréttir

Aftur kúlur í Rockville?
Svona var umhorfs í Rockville skömmu áður en þessi gamla ratsjárstöð Varnarliðsins var rifin. Myndin var tekin árið 2003 þegar Byrgið yfirgaf Rockville. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 9. apríl 2018 kl. 07:30

Aftur kúlur í Rockville?

Svo gæti farið að kúlur sjáist að nýju í Rockville en fyrirtækið Útvör ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir uppblásin kúluhús á Rockville svæðinu fyrir ferðaþjónustutengda starfssemi.
 
Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð Sandgerðisbæjar telur erindið ekki samræmast þeim hugmyndum sem höfð voru að leiðarljósi við nýtingu svæðisins í tillögu að deiliskipulagi sem unnið var fyrir svæðið á árinu 2008. Þó svæðið yrði heimilað til þeirra nota tímabundið sem umsækjandi óskar eftir er aðeins heimilt að veita stöðuleyfi til 1. árs í senn og því aldrei hægt að verða við stöðuleyfi til 10 ára eins og óskað er eftir. Kadeco er með leigusamning við landeigendur um umrætt land og því verður landinu ekki ráðstafað án samráðs við þá. 
 
Erindi vísað til bæjarráðs/bæjarstjórnar til umsagnar. Þar lagði Daði Bergþórsson til að erindinu verði vísað til skoðunar í bæjarráði, sem var samþykkt samhljóða.

 
Svona var umhorfs í Rockville á Miðnesheiði sl. sumar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024