Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aftur komin á byrjunarreit gagnvart öryggi fólks
Nýja gossprungan á milli eldstöðvanna tveggja. Mynd: Bsv. Þorbjörn
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 7. apríl 2021 kl. 09:36

Aftur komin á byrjunarreit gagnvart öryggi fólks

Félagar í Björgunarsveitinni Þorbirni höfðu nýlokið við að stika gönguleið að nýju gossprungunni sem opnaðist á öðrum degi páska þegar sú þriðja opnaðist í Fagradalsfjalli á milli hinna tveggja gossvæðanna.

Á fésbókarsíðu björgunarsveitarinnar segir: „Félagar sveitarinnar höfðu nýlega lokið við að lengja stikaða leið að nýju gossprungunni þegar tilkynning barst um að eitthvað grunsamlegt væri á seiði á svæðinu. Voru menn því nokkuð fljótir að snúa við og skömmu síðar, staðfesta að ný gossprunga hefði opnast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú erum við aftur komin á byrjunarreit gagnvart öryggi fólks á svæði og algjörlega ómögulegt að segja til um framhaldið. Við getum þó lofað því að við höldum áfram okkar störfum með bros á vör,“ segir í færslunni.