Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Afþakkaði stöðuna
Miðvikudagur 28. apríl 2010 kl. 10:20

Afþakkaði stöðuna


Magnús Sigurjón Guðmundsson, sem nýlega var ráðinn tómstunda- og íþróttafulltrúi í Garði, hefur afþakkað stöðuna. Alls sóttu 28 manns um starfið og þóttu þrír umsækjendur hæfastir að mati Capacent ráðninga. Magnús þótti hafa bestu meðmælin en hann hefur starfað sem verkefnastjóri og umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Borgyn í Borgarskóla og mun ætla að halda því áfram eftir því sem næst verður komist.

Bæjarstjórn hafði óskað eftir því að Magnús hæfi störf sem fyrst. Að sögn Ásmundur Friðrikssonar, bæjarstjóra,  munu bæjarvöld skoða þá umsækjendur sem Capacent taldi hæfasta.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Unga fólkið í Garði fær ekki nýjan tómstunda- og íþróttafulltrúa alveg strax.