Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aftanákeyrsla á Garðskagavegi
Sunnudagur 12. febrúar 2006 kl. 10:22

Aftanákeyrsla á Garðskagavegi

Laust fyrir kl. 19:00 var lögreglu tilkynnt um aftanákeyrslu á Garðskagavegi rétt norðan við Sandgerði. Þrennt var í bílunum tveimur og var kona, sem ók öðrum bílnum, flutt með sjúkrabifreið á HSS. Þar var hugað að meiðslum hennar sem þó voru ekki talin alvarleg. Aðra sakaði ekki. Bílarnir skemmdust mikið og þurfti að flytja þá af staðnum með dráttarbifreið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024