Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aftan Festival í kvöld
Föstudagur 10. desember 2004 kl. 11:35

Aftan Festival í kvöld

Aftan Festival verður á Mamma Mía, Sandgerði í kvöld.

Í þetta skiptið koma fram bæði gamlir og nýir aðilar en kvöldið er skipað eðalfólki eins og ávallt.

Þeir sem munu gleðja eyrað í þetta skiptið eru:
Matti Óla, Einar og Kjarri auk Halla Valla og Guggu.

Eins og ávallt er engin aðgangseyrir og svífandi jólaandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Aftan Festival er á föstudagskvöldi sem ætti að gleðja marga ölþyrsta tónlistarunnendur. Fjörið byrjar kl. 22:00 en á undan verður Toni með Idol-sveiflu á breiðskjánum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024