Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afstýrði tugmilljóna tjóni
Mánudagur 14. janúar 2008 kl. 15:23

Afstýrði tugmilljóna tjóni

Björgunarsveitin Þorbjörn afstýrði tugmiljóna tjóni í dag þegar meðlimir hennar börðust í gegnum ófærð með súrefnisbirgðir fyrir fiskeldið Íslandsbleikju utan við Grindavík.

Súrefnið hefði með réttu átt að berast fyrir nokkru síðan en afhending þess tafðist. Nú í hádeginu voru birgðir stöðvarinnar að klárast þegar björgunarsveitarmenn komu aðvífandi í gegnum blindbylinn sem ríkir enn á þessum slóðum.
Hefði súrefnið klárast í stöðinni þarf ekki að fara mörgum orðum um hverjar afleiðingarnar hefðu orðið.

VF-mynd/Þorgils - Mikil snókoma og skafrenningur hefur verið á Suðurnesjum í dag, en þessi mynd er tekin skammt frá bílastæði Bláa Lónsins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024