Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afsögn úr stjórn HSS: Skilja vel afstöðu Eyjólfs
Laugardagur 19. apríl 2003 kl. 00:14

Afsögn úr stjórn HSS: Skilja vel afstöðu Eyjólfs

Tilkynning Eyjólfs Eysteinssonar um úrsögn úr stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til Heilbrigðisráðherra varð tilefni til bókunar frá fulltrúum minnihlutan í bæjarráði Reykjanesbæjar á dögunum. Þar segir m.a.: „Vil skiljum því vel að samviskusamir menn eins og Eyjólfur skuli ekki vilja sitja að nafninu til í stjórn sem fulltrúi íbúa á svæðinu, sem ekki fær að starfa, á meðan Heilbrigðisstofnunin er að glíma við þá erfiðleika sem fylgt hafa í kjölfar uppsagnar heilsugæslulækna“.Hér er bókunin í heild sinni en það var Jóhann Geirdal sem lagði hana fram:
„Við hörmum að Eyjólfur Eysteinsson skuli hafa sagt sig úr stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Við lýsum jafnframt vanþóknun á að ekki skuli hafa verið talin ástæða til að kalla saman stjórn stofnunarinnar á þeim erfiðleikatímum sem stofnunin hefur mátt þola. Það er undarlegt að á slíkum tímum skuli ekki vera áhugi á að hafa réttkjörna stjórn skipaða heimamönnum með í ráðum. Vil skiljum því vel að samviskusamir menn eins og Eyjólfur skuli ekki vilja sitja að nafninu til í stjórn sem fulltrúi íbúa á svæðinu, sem ekki fær að starfa, á meðan Heilbrigðisstofnunin er að glíma við þá erfiðleika sem fylgt hafa í kjölfar uppsagnar heilsugæslulækna“.

Jóhann Geirdal og Ólafur Thordersen.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024