Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afslappað andrúmsloft og mikill metnaður í grunnskólum Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 14. nóvember 2007 kl. 12:04

Afslappað andrúmsloft og mikill metnaður í grunnskólum Reykjanesbæjar

Starfsmenn Austurbæjarskóla heimsóttu sl. fimmtudag grunnskóla Reykjanesbæjar í náms- og kynnisferð sinni og hafa lýst yfir mikilli ánægju sinni með heimsóknina.

Starfsmönnum var skipt í fimm hópa og heimsóttu þau hver fyrir sig einn grunnskóla. Eftir sameiginlegan hádegisverð hlýddu þau á erindi Eiríks Hermannssonar fræðslustjóra í Duushúsum.

Það sem vakti sérstaka athygli gestanna var starfsgleði, afslappað andrúmsloft og mikill metnaður.

 

Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024