Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afreksmannasjóður í Vogum
Fimmtudagur 10. nóvember 2005 kl. 13:06

Afreksmannasjóður í Vogum

Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur samþykkt reglur um afreksmannasjóð íþróttamanna. Markmið sjóðsins er að styrkja einstaklinga og hópa sem skara framúr í íþróttagrein sinni á landsvísu.

Sjóðurinn ber nafnið Afreksmannasjóður íþróttamanna í Vatnsleysustrandarhreppi og veitir styrki og viðurkenningar samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar, að fengnum umsögnum Íþrótta - og tómstundanefndar Vatnsleysustrandarhrepps.

Hægt verður að auglýsa eftir umsóknum um styrki en hreppsnefnd mun einnig veita styrki og viðurkenningar án umsókna að eigin frumkvæði. Sjóðurinn úthlutar styrkjum tvisvar sinnum á ári, í janúar og júní sé tilefni til.

Heimild: www.vogar.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024