Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áframhaldandi snjókoma
Fimmtudagur 25. febrúar 2010 kl. 08:27

Áframhaldandi snjókoma


Þæfingsfærð er innanbæjar en sjó hefur kyngt niður síðan sídegis í gær og hafa ökumenn smærri bíla sumstaðar verið í vandræðum að komast leiðar sinnar. Snjóþekja og snjókoma er á Reykjanesbraut og raunar öllu suðvestur horninu, segir í vef Vegagerðarinnar.

Búast má við áframhaldandi snjókomu fram á sunnudag, samkvæmt veðurspá.  Í dag verður austan og síðar norðaustan 13-18 m/s við Faxaflóann og snjókoma eða skafrenningur en 8-13 og úrkomuminna á morgun. Frost 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Austan 8-13 m/s og snjókoma eða skafrenningur, en norðan 10-15 með kvöldinu. Dregur úr vindi og ofankomu á morgun. Frost 1 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-13 m/s og víða snjókoma, en hægari og él NA-lands.

Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt, víða 10-15 m/s og snjókoma með köflum. Frost 0 til 8 stig, minnst við suðurströndina.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustlæg átt og snjókoma eða slydda S-lands, en annars úrkomulítið. Hægt hlýnandi veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024